Nýskráningum í Evrópu fækkaði um 2,8% á milli ára í mars

0
Í mars voru nýskráningar bíla í Evrópu komin í 1,38 milljónir eintaka, sem er 2,8% samdráttur á milli ára. Þetta er annar samdráttur í nýskráningu bíla í Evrópu á fjórum mánuðum á milli ára. Helstu ástæðurnar eru veik eftirspurn (sérstaklega eftir rafknúnum ökutækjum) og áhrif páska. Fyrir utan Bretland dróst sala saman í Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Frakklandi.